07.12.2009
Fjórða tölublað þriðja árgangs af vefritinu Byrjendalæsi er komið út. Blaðið er að
þessu sinni helgað starfi í skólunum. Þar er að finna umfjöllun um aukið sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum auk efnis sem
ráðgjafar hafa aflað á heimsóknum sínum í skóla og kennarar hafa sent ritstjórn.
01.10.2009
Skólaþróunarsvið hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri stendur að venju fyrir fræðslufundum á skólaárinu 2009-2010. Áhersla er lögð á að kynna nýjar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála á fundunum eða farsælt þróunarstarf í skólum. Fundirnir eru klukkutíma langir, hefjast kl. 16:30 í Þingvallastræti 23 á Akureyri og eru öllum opnir. Sérstaklega eru kennarar, skólastjórar, foreldrar, háskólanemar og aðrir þeir sem áhuga hafa á skólamálum boðnir velkomnir. Form fundanna er með þeim hætti að framsögumaður talar í 40 mínútur en eftir það eru leyfðar fyrirspurnir og umræður.
09.03.2009
Það var handagangur í öskjunni þegar unnið var að því á vegum Skólaþróunarsviðs að ganga frá efni í 35 bókaskjóður þróunarverkefnisins Fágæti og furðuverk og koma þeim út í fyrsta skólann sem tekur við verkefninu. Í hverri skjóðu er að finna:Bók eða fræðilegt efni fyrir börn um eitthvert tiltekið þema.Tímarit fyrir fullorðna um sama efni.Verkefni fyrir börn sem tengist þemanu.Leikföng eða hlutir sem tengjast þemanu.Samskiptabók fyrir nemandann til að nota við mat á verkefninu og fyrir athugasemdir foreldra.
17.02.2009
Fyrsta tölublað þriðja árgangs af Byrjendalæsisblaðinu er nú komið út og má nálgast blaðið undir hlekknum Útgefið efni, hér til vinstri á síðunni.
29.01.2009
Byrjendalæsisblaðið hefur verið gert aðgengilegt öllum á vef Skólaþróunarsviðs. Undir hlekknum Útgefið efni hér til vinstri er hægt að komast í öll hefti blaðsins.