Fréttir

Fágæti og Furðuverk

Það var handagangur í öskjunni þegar unnið var að því á vegum Skólaþróunarsviðs að ganga frá efni í 35 bókaskjóður þróunarverkefnisins Fágæti og furðuverk og koma þeim út í fyrsta skólann sem tekur við verkefninu. Í hverri skjóðu er að finna:Bók eða fræðilegt efni fyrir börn um eitthvert tiltekið þema.Tímarit fyrir fullorðna um sama efni.Verkefni fyrir börn sem tengist þemanu.Leikföng eða hlutir sem tengjast þemanu.Samskiptabók fyrir nemandann til að nota við mat á verkefninu og fyrir athugasemdir foreldra.