Fréttir

Frábært að hlusta á allt þetta fólk og fá nýjar hugmyndir!

Um helgina fór fram á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri námstefna um Byrjendalæsi og ráðstefnan Læsi til samskipta og náms. Yfir 300 áhugasamir og ánægðir kennarar tóku þátt í ráðstefnuhaldinu og var þeim boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá.

Mikill áhugi er á læsisráðstefnu MSHA

Um næstu helgi verður haldin ráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð læsi og samskiptum til náms og hafa um 300 manns hafa skráð sig til þátttöku.

Yfir 1000 kennarar taka þátt í verkefnum msHA

Miðstöð skólaþróunar HA er þessa dagana ásamt kennurum víða um land að búa sig undir skólastarfið í vetur. Þetta haustið taka rúmlega 700 kennarar þátt í starfsþróunarverkefnum á vegum miðstöðvarinnar.

Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi

„We were never born to read: The Story and Science of the Reading Brain“ Bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lesturs, dr. Maryanne Wolf, prófessor við Tufts University í Boston og forstöðumaður lestrar- og tungumálarannsóknarstöðvar innan sama háskóla, flytur opinn fyrirlestur í Norðurljósasal Hörpu 27. ágúst 2014 kl. 13–17.

Háskólasjóður KEA styrkir verkefnið Hugleikur - samræður til náms

Miðstöð skólaþróunar við HA fékk úthlutað styrk úr Háskólasjóði KEA nú um helgina. Styrkurinn verður notaður til að stíga fyrstu skrefin í að þróa og rannsaka verkefnið Hugleikur - samræður til náms.

Endurmenntunarnámskeið 2014–2015

Miðstöð skólaþróunar býður upp á endurmenntunarnámskeið skólaárið 2014–2015. Námskeiðin eru ætluð kennurum og stjórnendum og eru styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Námskeiðin eru: Leiðsagnarmat lykill að árangri Samstarf heimila og skóla um læsi Stærðfræðilæsi mið- og unglingastig Miðstöðin býður einnig upp á fjölda annarra námskeiða og skólaþróunarverkefna sem hægt er að kynna sér nánar á vef miðstöðvarinnar www.msha.is.

Vorráðstefnu miðstöðvar skólaþróunar lokið

Fjöldi gesta sótti ráðstefnuna Það verður hverjum að list sem hann leikur sem haldin var laugardaginn 5. apríl. Ráðstefnan var að þessu sinni tileinkuð starfsþróun og árangursríku skólastarfi.

Byrjendalæsisblaðið komið út

Byrjendalæsisblaðið er komið út eftir nokkurt hlé. Í blaðinu er m.a. kynnt námskeið og ráðgjöf á vegum HA sem tengjast Byrjendalæsi, sagt frá rannsókn sem stendur yfir á Byrjendalæsi, fyrirhugaðri námstefnu o.fl.