Fréttir

Krakkaspjall í Háskólanum á Akureyri

Krakkaspjall – starfstengt námskeið fyrir kennara Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið var þróað á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri í samstarfi við nemendahópa og kennara. Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40 mínútna langur. Á fundunum hittist krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.