21.09.2024
Föstudaginn 13. september síðastliðinn fór fram Námstefna í Byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri, þar sem kennarar og áhugafólk um læsi á yngsta stigi grunnskólans kom saman til að eiga samtal um læsi og deila spennandi hugmyndum og aðferðum.
21.09.2024
Ráðstefnan Hvað er að vera læs? var haldin á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Miðstöðvar skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Á ráðstefnunni var fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, lesfimi, ritun og miðlun. Auk aðalfyrirlesara var boðið upp málstofuerindi og vinnustofur þar kennarar og fræðimenn kynntu aðferðir og reifuðu ýmis mál er lúta að læsi á leik-, grunn-, framhalds-, og háskólastigi.