Fréttir

Fræðslufundir Skólaþróunarsviðs 2009-2010

Skólaþróunarsvið hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri stendur að venju fyrir fræðslufundum á skólaárinu 2009-2010. Áhersla er lögð á að kynna nýjar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála á fundunum eða farsælt þróunarstarf í skólum. Fundirnir eru klukkutíma langir, hefjast kl. 16:30 í Þingvallastræti 23 á Akureyri og eru öllum opnir. Sérstaklega eru kennarar, skólastjórar, foreldrar, háskólanemar og aðrir þeir sem áhuga hafa á skólamálum boðnir velkomnir. Form fundanna er með þeim hætti að framsögumaður talar í 40 mínútur en eftir það eru leyfðar fyrirspurnir og umræður.