Fréttir

Vorráðstefna 28. apríl 2012

Undirbúningur fyrir vorráðstefnu Miðstöðvar skólaþróunar er nú í fullum gangi. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin laugardaginn 28. apríl 2012. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Leonidas Kyriakides dósent við Kennaradeild Háskólans á Kýpur.

Alþjóðadagur læsis 8. september 2011

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar í þriðja skiptið þátt í þessum alþjóðlega degi. Miðstöð skólaþróunar við HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa starfa saman að undirbúningi læsisviðburða. Á degi læsis verður 30 bókakössum dreift á fjölmenna staði á Akureyri, s.s. í kaffihús, verslanir, flugvöll, banka, heilsugæslu, umferðamiðstöð, o.fl. Í kössunum eru bækur sem fólk á öllum aldri getur tekið heim með sér. Að lestri loknum er bókinni komið fyrir í sambærilegum bókakassa eða á stað sem er aðgengilegur öðrum. Hver bókarkápa er merkt með límmiða þar sem stendur Bók í mannhafið. Bókakassarnir standa út september og lengur ef áhugi er fyrir hendi. Almenningur getur einnig sett sínar eigin bækur í mannhafið með því að setja límmiða framan á bókina þar sem stendur Bók í mannhafið oskilja hana eftir á fjölförnum stað. Umfjöllun um dag læsis í fréttum sjónvarpsins

Áhrif áhugahvatar á lestrarnám nemenda í 6. bekk grunnskóla : „Ef ég les eitthvað sem mér finnst skemmtilegt eða spennandi þá langar mig að lesa meira og meira og vita meira...“

Herdís Anna Friðfinnsdóttir kynnir meistaraverkefni sitt við Háskólann á Akureyri, á Sólborg 8. september í stofu L202 k. 15:20-16:20. Erindi Herdísar Önnu heitir  Áhrif áhugahvatar á lestrarnám nemenda í 6. bekk grunnskóla : „Ef ég les eitthvað sem mér finnst skemmtilegt eða spennandi þá langar mig að lesa meira og meira og vita meira...“ Allir velkomnir.