Kennarar og starfsfólk grunnskóla á Norðurlandi eystra komu saman á Haustdegi grunnskólanna í HA
21.08.2025
Haustdagur grunnskólanna var haldinn 14. ágúst í Háskólanum á Akureyri með þátttöku um 300 kennara, stjórnenda og starfsfólks úr 16 grunnskólum á svæðinu. Dagskráin var fjölbreytt með fyrirlestrum, málstofum og kynningum á skólastarfi þar sem áhersla var lögð á gæði kennslu, farsæld nemenda og fagmennsku kennara. Deginum lauk með árganga- og fagfundum þvert á skólana. Viðburðurinn var vel heppnaður og veitti þátttakendum innblástur fyrir komandi skólaár.