Fréttir

Fimm rang­færslur um Byrjendalæsi

Mánudaginn 12. janúar 2026 birtist í Morgunblaðinu „fréttaskýring“ þar sem fjallað er um kennsluaðferðina Byrjendalæsi, undir heitinu „Vikið frá vísindum læsisfræðinnar“. Í fréttaskýringunni lætur höfundur hennar vaða á súðum um ýmislegt sem ekki stenst nánari skoðun enda er hlaðvarp bandarískrar blaðakonu eina heimildin sem vitnað er til. Hvergi er vitnað í fræðafólk eða rannsakendur á sviði læsismenntunar. Hér á eftir verða tilgreind fimm atriði í fréttaskýringunni sem ýmist eru hálfsannleikur eða hreinar rangfærslur og reynt að halda fram því sem sannara reynist. Tilvitnanir í fréttaskýringuna er skáletraðar og orðréttar tilvitnanir í gæsalöppum.

Læra börn stafi og hljóð í Byrj­endalæsi?

Í umræðu um kennsluaðferðina Byrjendalæsi kemur hvað eftir annað fram sá misskilningur að börnum sé ekki kennd lestrartæknin, þ.e. að þekkja stafi og hljóð þeirra og æfa fimi í lestri, með nægilega markvissum hætti. Umræða er oft byggð á sögusögnum og hugarburði um aðferðina frekar en fyrirliggjandi gögnum sem leiðir til þess að umræðan lendir á villigötum. En hvernig er þetta í raun? Hvernig er stafa- og hljóðakennsla útfærð í Byrjendalæsi? Er mikill munur á áherslum í læsiskennslu hvað þetta varðar í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum? Og eru vísbendingar um það að lestrarfærni barna í Byrjendalæsisskólum þróist hægar en hjá íslenskum börnum almennt?

Hve­nær er það besta nógu gott?

Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá okkur sem lifum og hrærumst í menntamálum. Nýr ráherra málaflokksins kom inn með miklum látum. Allt í einu var skollið á þriðja læsistríðið, sleggja hafði verið reidd til höggs og henni beint að meintum sökudólgum. Svo virtist sem finna ætti einfalda lausn á afar flóknu viðfangsefni. Ef það er það besta sem ráðherra getur gert, þá er það ekki nógu gott!

Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð

Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Hvað er hljóðaaðferð og hvað er Byrjendalæsi?

Í ljósi umræðunnar um læsi og lestrarkennsluaðferðir ræða Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Miðstöðvar skólaþróunar á Akureyri og Kristrún Ástvaldsdóttir saman um lestrarkennslu, læsi og stöðuna í grunnskólum landsins í hlaðvarpinu Ásgarði.  Gagnlegt og yfirvegað spjall sem ætti að höfða til allra sem vilja kynna sér umræðuna um læsi og lestrarkennslu.

Fleiprað um finnska leið

Það er ærin ástæða til ráðast í að þróa læsismenntun í íslenskum grunnskólum. Við vitum töluvert um hvernig hún á sér stað á yngsta stigi grunnskóla og flest bendir raunar til að hún sé þar í bærilegu lagi. Aftur á móti vitum við miklu minna um hvernig læsiskennsla og -nám fer fram á mið-og unglingastigi en það sem við þó vitum bendir til að einmitt þar þurfi að ráðast í markvisst þróunarstarf, meðal annars til að efla lesskilning og ályktunarhæfni, sem þarf til að takast á við krefjandi texta í mismunandi námsgreinum. Til þess þarf þó hvorki að kveikja neista né tendra ófriðarbál heldur leita leiða sem fela í sér heildræna nálgun í kennslu, traust til kennara til að velja og þróa aðferðir í samráði við ráðgjafa, viðleitni til að auka bóklestur og lestraránægju allra nemenda – ekki bara þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli – og áherslu á að læsi sé félagsmenningarlegt fyrirbæri og hluti af víðara menntunarumhverfi en ekki tæknileg „aðferð“ sem þar sem hægt er að smætta árangurinn niður í mælanlegar eindir.

Blóra­böggull fundinn!