08.09.2011
Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar í þriðja
skiptið þátt í þessum alþjóðlega degi. Miðstöð skólaþróunar við HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa
starfa saman að undirbúningi læsisviðburða.
Á degi læsis verður 30 bókakössum dreift á fjölmenna staði á Akureyri, s.s. í kaffihús, verslanir, flugvöll, banka,
heilsugæslu, umferðamiðstöð, o.fl. Í kössunum eru bækur sem fólk á öllum aldri getur tekið heim með sér. Að lestri
loknum er bókinni komið fyrir í sambærilegum bókakassa eða á stað sem er aðgengilegur öðrum. Hver bókarkápa er merkt með
límmiða þar sem stendur Bók í mannhafið. Bókakassarnir standa út september og lengur ef áhugi er fyrir hendi. Almenningur getur einnig
sett sínar eigin bækur í mannhafið með því að setja límmiða framan á bókina þar sem stendur Bók í
mannhafið oskilja hana eftir á fjölförnum stað.
Umfjöllun um dag læsis í fréttum sjónvarpsins
08.09.2011
Herdís Anna Friðfinnsdóttir kynnir meistaraverkefni sitt við Háskólann á Akureyri, á Sólborg 8. september í stofu L202 k.
15:20-16:20. Erindi Herdísar Önnu heitir Áhrif áhugahvatar á lestrarnám nemenda í 6. bekk grunnskóla : „Ef ég les
eitthvað sem mér finnst skemmtilegt eða spennandi þá langar mig að lesa meira og meira og vita meira...“
Allir velkomnir.
17.05.2011
Fræðslufundur haldinn að Sólborg við Norðurslóð, 26. maí 2011 kl. 16.30 í M-202
Fyrirlesari: Anna G. Thorarensen, sérkennari
Erindið byggir á samnefndu meistaraprófsverkefni frá HA vorið 2010
Í erindinu verður greint frá rannsókn á lestarnámi þriggja barna sem eiga í lestrarerfiðleikum. Rannsakað var hvernig til tókst
þegar þau fóru á lestrarnámskeiðið “Fyrstu skrefin” (e. Early steps) og þeim kennt daglega í samræmi við
niðurstöður lesgreiningar.
Þátttakendur í tilraunaverkefninu voru börn úr 2. bekk grunnskóla. Á námskeiðinu var hver kennslustund fjórskipt og
áhersla lögð á lestur, endurlestur, orðavinnu, æfingar í hljóðkerfisvitund, stafsetningu og ritun.
Rannsóknarspurningin er: Hvaða árangri má ná með lestrarkennsluaðferðinni Fyrstu skrefin með þrem sjö ára börnum sem eiga
í lestrarerfiðleikum, sé þeim kennt í 40 kennslustundir?
Kennslan bar árangur. Börnin lærðu að þekkja bókstafi og hljóð þeirra svo til alveg. Þau lærðu að hljóða sig
gegnum orð og tóku miklum framförum í sjónrænum lestri. Early steps kerfið gerir að jafnaði ráð fyrir 60 kennslustundum með
viðeigandi stuðningi (sömu aðferð) að því loknu. Í ljós kom að 40 stundir reyndust börnunum mjög góð byrjun en ekki
nógu langt til að þau gætu sjálf haldið áfram að efla lestrargetu sína. Sjálfsnám er ekki um að ræða hjá
börnum á þessum aldri svo að þau þurfa áframhaldandi og viðeigandi aðstoð á sömu braut. Sjálfstraust og ánægja
nemenda var áberandi eftir því sem leið á námskeiðið.
22.04.2011
Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 16:30. Þar ætlar Hildur Betty Kristjánsdóttir, náms- og
starfsráðgjafi, verkefnastjóri hjá SÍMEY að fjalla um stöðu list- og verkgreina. Fundurinn er haldinn í
húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn.
Umræða um stöðu list- og verkgreina hefur farið fram á Íslandi um alllangt skeið. Hún hefur einkennst af því hvernig auka megi vægi
þeirra innan skólakerfisins. Fram kemur í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 að ráðherra lætur grunnskólum í té
aðalnámskrá og í 24. gr. er lögð áhersla á jafnvægi milli bók- og verklegs náms.
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á tengslum bók-, list- og verknáms á unglingastigi grunnskóla með því
að kanna viðhorf viðmælenda sem hafa faglega þekkingu, reynslu og skoðanir á þessu sviði. Eftirfarandi spurning lá til grundvallar; Hvaða
möguleikar eru á að viðhafa val á milli bók-, list- og verknáms á unglingastigi?
Í kynningunni verður gerð grein fyrir fræðilegum þáttum sem lagðar voru til grundavallar í rannsóknninni og niðurstöður
rannsóknarinnar kynntar.
29.03.2011
Menntamálaráðherra samþykkti að Rannsóknastofa um háskóla auglýsti í janúar
síðastliðnum styrk til rannsóknar á eftirfarandi viðfangsefnum:
Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar og sérfræðingar starfsskyldur sínar og fagmennsku?
Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar samfélag sitt og samfélagslegar skyldur?
Rannsóknina má rekja til þess að í kjölfarið á hruni íslenska bankakerfisins var kallað eftir
ítarlegri endurskoðun og mati á ýmsum gildum sem samfélagið hefur verið reist á. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var
m.a. vikið að háskólasamfélaginu og gagnrýni á það kom fram. Samþykkti menntamálaráðherra árið 2010
tillögu stjórnar Rannsóknastofu um háskóla um að fé yrði varið til að vinna að rannsóknum á háskólunum í
þessu samhengi.
RHA og miðstöð skólaþróunar HA hlutu þennan styrk og í raun má líta svo á að með honum
sé verið að hrinda af stað stærri rannsókn á þeim viðfangsefnum sem greint var frá að ofan.
Lesa meira
22.03.2011
Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl. 16:30. Þar ætlar Sigurlaug Elva Ólafsdóttir sérkennari í
Oddeyrarskóla á Akureyri að greina frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á upplifun foreldra af heimanámi ADHD greindra barna. Fundurinn er
haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn.
Erindið byggir á meistararitgerð sem Sigurlaug Elva vann með nokkrum foreldrum með ADHD/ADD greiningu og umsjónarkennurum barna þeirra vorið 2010.
Í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar, en tilgangurinn var að öðlast skilning á ADHD meðal foreldra og hvort og
þá hvernig röskunin hefði áhrif á upplifun þeirra af heimanámi barnanna. Örfá ár eru síðan farið var að greina
á Íslandi fullorðna einstaklinga með ADHD og ekki eru allir á eitt sáttir hvort ADHD sé að finna hjá fullorðnum eða hvort það
eldist af börnum. Hvað sem því líður er lítil vitneskja til um þennan hóp og röskunin getur staðið í vegi fyrir öflugu
samstarfi milli foreldris og umsjónarkennara. Þekking er mikilvægur þáttur í átt til skilnings og verður efnið nálgast út
frá þremur megin þemum: ADHD/ADD, heimanámi og samskiptum/samstarfi.
28.02.2011
Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 16:30. Þar ætlar Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla
í Eyjafjarðarsveit að fjalla um ábyrgð. Fundurinn er haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við
Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn.
Erindið byggir á samnefndu 30 ECTS eininga meistaraprófsverkefni frá HA vorið 2010. Annarsvegar er fjallað um skilning á orðinu ábyrgð og
hinsvegar hver ábyrgð skólastjóra grunnskóla er í ljósi grunnskólalaga. Hugtakagreining var notuð til að skilgreina hugtakið en laga-
og textagreining til að skoða lögin.
Fjallað verður um þrjú skilyrði sem uppfylla þarf ef einstaklingur á að geta borið fulla ábyrgð og þá hvernig sú
ábyrgð birtist í lögunum þar sem skólastjóri hefur víðtækar ábyrgðarskyldur en hinsvegar er óljóst hvort hann geti
axlað þá ábyrgð. Einnig verður fjallað um ábyrgð annarra hagsmunaaðila í skólastarfi þ.e. nemenda, foreldra og kennara.
04.02.2011
Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 17. febrúar kl. 16:30. Þar ætlar Helga Hauksdóttir,
skólastjóri í Oddeyrarskóla á Akureyri að greina frá niðurstöðum rannsóknar um innleiðingarstarf
nýútskrifaðra kennara í grunnskólum. Fundurinn er haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við
Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn.
Eigindleg rannsókn, unnin á vormisseri 2010 sem 30 ECTS eininga lokaritgerð til M.Ed. prófs við Menntavísindasvið HÍ, þar sem sjónum er
beint að innleiðingarstarfi nýútskrifaðra kennara í grunnskólum.
Gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við fjóra kennara á 1. eða 2. starfsári og fjóra skólastjóra við
grunnskóla. Einnig var rætt við tvo kennara sem höfðu hætt kennslu í skólanum sínum eftir nokkur ár í kennslu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stjórnendur grunnskóla hafi fullan vilja til að taka vel á móti
nýútskrifuðum kennurum. Innleiðingarferlið virðist þó oft ómarkvisst og fela helst í sér kynningu á ýmsum hagnýtum
upplýsingum um skólastarfið í upphafi skólaárs og að útvega nýliðanum leiðsagnarkennara. Nýju kennararnir sakna þess
að hafa ekki fengið meiri þjálfun á vettvangi í kennaranáminu og þeir segja að skipulag leiðsagnarkennslu þurfi að vera markvissara.
Þeir óska eftir auknu samstarfi, umræðum og endurgjöf á starf sitt og meiri nálægð skólastjóra.
19.01.2011
Fræðslufundinum með Hildi Betty Kristjánsdóttur hefur verið frestað til 5. maí.
Fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 16:30. Þar flytur Hildur Betty Kristjánsdóttir, náms- og
starfsráðgjafi, verkefnastjóri hjá SÍMEY fyrirlestur sem byggir á niðurstöðum rannsóknar um tengsl bók-, list og verknáms
á unglingastigi. Fundurinn er haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð í stofu L101 og er
öllum opinn.
Umræða um stöðu list- og verkgreina hefur farið fram á Íslandi um alllangt skeið. Hún hefur einkennst af því hvernig auka megi
vægi þeirra innan skólakerfisins. Fram kemur í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 að ráðherra lætur grunnskólum í té
aðalnámskrá og í 24. gr. er lögð áhersla á jafnvægi milli bók- og verklegs náms.
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á tengslum bók-, list- og verknáms á unglingastigi grunnskóla með því
að kanna viðhorf viðmælenda sem hafa faglega þekkingu, reynslu og skoðanir á þessu sviði. Eftirfarandi spurning lá til grundvallar; Hvaða
möguleikar eru á að viðhafa val á milli bók-, list- og verknáms á unglingastigi?
Í kynningunni verður gerð grein fyrir fræðilegum þáttum sem lagðar voru til grundavallar í rannsóknninni og niðurstöður
rannsóknarinnar kynntar.
01.11.2010
Fræðslufundur verður haldinn
fimmtudaginn 4. nóvember kl. 16:30. Þar flytur Drífa Þórarinsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Kiðagili á
Akureyri fyrirlestur um viðmót kennara og áhrif þess á námsumhverfi barna í leikskólum. Fundurinn er haldinn í
húsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð í stofu L101 og er öllum opinn.
Megintilgangur verkefnisins var að kanna viðmót leikskólakennara, áhrif þess á námsumhverfi barna og skilning kennara á eigin
viðmóti. Þá var kannað hvort viðmót kennara geti verið háð agastefnu skólans og starfsreynslu kennara. Kveikjan að verkefninu var
áhugi höfundar á samskiptum kennara og barna í skólum. Ef litið er til rannsókna á samskiptun kennara og barna í skólastofunni
þá hefur komið fram að viðmót kennara skiptir miklu máli og hefur áhrif á nám og þroska barna. Í málstofunni verður
stuttlega gerð grein fyrir fræðilegum þáttum sem lagðir voru til grundvallar í rannsókninni og niðurstöður rannsóknarinnar
kynntar.