09.03.2009
Það var handagangur í öskjunni þegar unnið var að því á vegum Skólaþróunarsviðs að ganga frá efni í 35 bókaskjóður þróunarverkefnisins Fágæti og furðuverk og koma þeim út í fyrsta skólann sem tekur við verkefninu. Í hverri skjóðu er að finna:Bók eða fræðilegt efni fyrir börn um eitthvert tiltekið þema.Tímarit fyrir fullorðna um sama efni.Verkefni fyrir börn sem tengist þemanu.Leikföng eða hlutir sem tengjast þemanu.Samskiptabók fyrir nemandann til að nota við mat á verkefninu og fyrir athugasemdir foreldra.
17.02.2009
Fyrsta tölublað þriðja árgangs af Byrjendalæsisblaðinu er nú komið út og má nálgast blaðið undir hlekknum Útgefið efni, hér til vinstri á síðunni.
29.01.2009
Byrjendalæsisblaðið hefur verið gert aðgengilegt öllum á vef Skólaþróunarsviðs. Undir hlekknum Útgefið efni hér til vinstri er hægt að komast í öll hefti blaðsins.
05.12.2008
Hera Þöll samdi þessa jólasögu þegar hún var 11 ára og nú tveimur árum síðar gáfu hún og foreldrar hennar góðfúslegt leyfi til handa Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri að nýta söguna í þágu Byrjendalæsis.
05.12.2008
Út er komið 3. tölublað 2. árgangs af Byrjendalæsisblaðinu. Að útgáfunni stendur Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri og er blaðinu ætlað að styðja við kennara sem vinna í 1. og 2. bekk eftir aðferðum Byrjendalæsis.Efni blaðsins er að venju fjölbreytt ber þar hæst:Umfjöllun um lykilorð Stöðvavinnu Hugsað upphátt - sem námsaðferð Heimavinna
04.12.2008
Þann 4. desember verður haldinn fræðslufundur á vegum skólaþróunarsviðs. Að þessu sinni flytur Sverrir Haraldsson kennari í Framhaldsskólanum á Laugum erindi sem hann nefnir Hvernig lífsleikni? Staða lífsleikni í fjórum íslenskum framhaldsskólum.
04.12.2008
Bandaríski fræðimaðurinn Linda Darling-Hammond verður ekki meðal aðalfyrirlesara á ráðstefnunni Að kunna að taka í þann strenginn sem við á þann 19. apríl n.k.
28.11.2008
Guðlaug verkefnastjóri í Orði af orði í Breiðagerði upplýsti á ráðgjafafundi í vikunni að útlán bóka hefðu aukist úr 400 titlum í september 2007 í 1200 titla september 2007 og í október voru útlán 1700.
04.12.2008
4. desember 2008 kl. 16:30Hvernig lífsleikni? Staða lífsleikni í fjórum íslenskum framhaldsskólumSverrir Haraldsson, M.Ed.