06.11.2025
Verkefnið er samstarfsverkefni leikskólans Grænuvalla, Borgarhólsskóla á Húsavík og MSHA og byggir á markvissri vinnu og samstarfi um málörvun og læsi.
06.11.2025
Íslensku menntaverðlaunin 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 4. nóvember. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum; fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna.
07.10.2025
Viðurkenningarráð Íslensku menntaverðlaunanna hefur tilkynnt hver hljóta tilnefningu til verðlaunanna í ár. Þetta er í sjötta skipti sem verðlaunin eru veitt eftir að þau voru endurreist 2020.
10.09.2025
Í haust hóf Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir störf hjá okkur á Miðstöð skólaþróunar.
21.08.2025
Haustdagur grunnskólanna var haldinn 14. ágúst í Háskólanum á Akureyri með þátttöku um 300 kennara, stjórnenda og starfsfólks úr 16 grunnskólum á svæðinu. Dagskráin var fjölbreytt með fyrirlestrum, málstofum og kynningum á skólastarfi þar sem áhersla var lögð á gæði kennslu, farsæld nemenda og fagmennsku kennara. Deginum lauk með árganga- og fagfundum þvert á skólana. Viðburðurinn var vel heppnaður og veitti þátttakendum innblástur fyrir komandi skólaár.
11.04.2025
Málþingið Velferð – nám og líðan nemenda og kennara verður haldið miðvikudaginn 23. apríl frá klukkan 14:00-16:00
Á málþinginu verður fjallað um fyrstu niðurstöður norræna rannsóknarverkefnisins INSPECT. Kynnt verða sjónarmið nemenda og kennara um ýmsa þætti náms og kennslu.
Málþingið fer fram á vef og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Öll velkomin!
26.03.2025
Minnt er á að opnað hefur verið fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna sem veitt verða í á Bessastöðum í nóvember. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna.
24.03.2025
Í haust býður MSHA upp á 10 eininga ECTS námskeið í Mannkostamenntun. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Námskeiðið hefst 8. september. Skráningarfrestur er til 15. júní. Kennslan fer fram í fjarnámi yfir tvö misseri, með rafrænum lotum og verkefnavinnu.
Námið kostar 250.000 kr.